30.4.2008 | 09:48
glæsilegt
gott að heyra að geislafræðingar ætli að stand við uppsagnir..... nú er kominn tími til að stjórnendur Landspítalans fái að vita að starfsfólk er búið að fá nóg af langvarandi álagi... og að endalaust er sé hægt að trampa á því á skítugum skónum... heldur yfirstjórnin virkilega að hægt sé að bjóða fólki hvað sem er.... alltaf og endalaust.
![]() |
Geislafræðingar hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 19:19
Uppsagnir standa....
frábært, ég er ekkert smá stolt af skurð og svæfingahjúkrunarfræðingum að láta ekki plata sig til að fresta vandamálinu. Svona er þetta bara alltaf, það er stöðugt þrengt að réttindum starfsfólks landspítalans og kominn tími til að einhver standi upp og segi hingað og ekki lengra. Svo hljóma allar fréttir þannig að hjúkrunarfræðingar séu vondi kallinn.... stofna lífi sjúklinga í hættu haha. ég held að þessi yfirstjórn ætti að kynna sér betur hvað er að gerast á gólfinu á spítalanum og hlusta á þá sem vinna þar.
Ég vona bara að hjúkrunarfræðingar allir sem einn standi svona þétt saman í komandi kjarasamningum og láti ekki bjóða sér hvað sem er.... nú er komið nóg!!
![]() |
Uppsagnirnar standa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 21:16
Vel heppnað Reunion
jæja þá er reunionið afstaðið....búið að vera heilmikil undirbúningsvinna í margar vikur, svaka gaman!! og svo rann dagurinn upp sl. laugardag.... við mættum upp í gamla skólann okkar Ölduselsskóla árgangur 1972 og ótrúlegt en satt þá eru liðin 20 ár síðna við kláruðum grunnskóla. Eftirvæntingin skein úr hverju andliti þegar við mættum og það var mikið um knús og kossa og þetta var frekar skondið af því það voru allir eiginlega eins, bara tuttugu árum eldir, heldur hærri í lofti og kanski eilítið breiðari en síðast... en að öðru leiti bara eins, alveg frábært.
við byrjuðum á því að skunda um skólann og rifja upp gamla tíma, ótrúlegt hvað stofurnar hafa minnkað hmmm.... og allar minningarna sem streymdu bara við það að ganga um gangana með gömlu félögunum, maður varð næstum 15 ára aftur. Eftir tölu skólastjóra og skemmtilegt slideshow fórum við með rútu í Fáksheimilið þar sem biðu eftir okkur kræsingar, ´80 tónlist og tjútt fram á rauða nótt. Allt small alveg ótrúlega saman og allir voru svo glaðir og skemmtu sér svo vel .... alveg eins og í gamla daga.... frábært og takk krakkar fyrir skemmtilegt kvöld
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)