28.5.2007 | 15:16
bbaaahhhh

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 18:38
Forvarnir eru í okkar höndum
Ég var að lesa leiðara morgunblaðsins og ég er bara mjög ánægð með þessa umræðu. Þetta er bara nákvæmlega það sem við vitum öll en margir hafa verið í algerri afneitun gangvart !! Í leiðaranum er fjallað um rannsókn sem byggist á forvörnum gegn vímuefnum, var rannsóknin gerðí nokkrum borgum í evrópu og kemur Reykjavík vel þar út, neysla vímuefna í 10.bekk hefur dregist saman um helming hér, á þeim tíma sem rannsóknin var framkvæmd, mjög jákvætt !! Þar er fjallað um hvað það er sem unglingar þarfnast og það er alveg ljóst að þau þarfnist meiri tíma og samveru með foreldrum sínum. Samfélagið okkar hefur snúist svolítið mikið um að vinna mikið og eiga nóg af öllu og nógu flott. Margir átta sig ekki á því að börnin okkar þarfnist frekar tíma með okkur heldur en allra þeirra hluta sem keyptir eru til þess að friða samviskuna..... það gleður þau mikið meir þegar manni dettur í hug að gera eitthvað skemmtilegt með þeim, þá fara þau ánægð og glöð að sofa. Ég hef tekið eftir því að þegar ég hef látið mikið eftir dóttur minn þá vill hún bara meira, en þegar við gerum eitthvað skemmtilegt saman er hún bara glöð og sjálfri sér nóg.
Af hverju leggjum við ekki af kröfunum um að eiga allt það flottasta og fínast, minnkum aðeins þann tíma sem fer í vinnunna og eyðum meiri tíma með börnunum okkar, því það eru jú þau sem eru framtíðin og því lengur sem við leikum við börnin okkar, gefum þeim tíma og setjum þeim skýr mörk því minni líkur eru á því að þau leiðist út í neyslu vímuefna. Munum að gleði barnanna okkar er okkar gleði ekki satt, lífshamingjan felst jú í því að fá að horfa á börnin sín vaxa og dafna á heilbrigðan hátt í kærleiksríku umhverfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 05:08
Það góða við næturvaktir !!
Það er alveg ótrúlega magnað hvað veðrið er oft gott svona á nóttunni, mjög oft logn og svo er birtan oft mjög falleg í ljósaskiptunum. Kyrrðin með eindæmum og maður getur notið þess að horfa út um gluggann án þess að vera truflaður. Allir sofandi á sínu græna og erill dagsins langt undan. Maður sleppur við allt áreiti morgunvaktarinnar og getur notið þess að vinna sín verk í friði fyrir órólegum yfirmönnum og stressuðu samstarfsfólki. Notið þess að taka góðan tíma í að lesa blöðin og fá sér gott að borða, án þess að vera truflaður. Maður nær ágætri slökun og hefur temmilega mikið að verkefnum þess á milli....svona á vinna að vera. En það besta við næturvaktir er að sjá þegar morgunvaktin mætir á svæðið til þess að taka við af manni og kikkið sem maður fær við það að fara heim að sofa þegar allir aðrir eru að vinna, leggjast dauðþreytt á koddann og finnast maður virkilega eiga hvíldina skilið eftir næturvökuna. Já svona er þetta.. það er ótrúlegt hvað það er gaman að sjá jákvæðu hliðarnar á því sem mér finnst ekkert rosalega gaman að gera eins og að vera á næturvakt, þá verður það einhvernveginn auðveldara og skemmtilegra!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 04:08
Ráðherrar og súperkonur
Ég verð að segja það að mér líst bara vel á nýju ríkisstjórnina og er bara nokkuð ánægð með ráðherraskipan, kom mér nokkuð á óvart að Guðlaugur Þór hafi verið settur sem heilbrigðisráðherra en eftir smá umhugsun held ég að hann gæti átt eftir að standa sig vel og tel hann bara nokkuð hugaðan að setjast í þennan stól þar sem hans bíða mörg stór verkefni og vonandi á maður eftir að sjá hann gera góða hluti...... stattu þig Guðlaugur, ég hlakka til að fylgjast með !!
Ég er orðin frekar leið á þessu endalausa jafnréttis bulli um að fjöldi kvenna og karla í ríkisstjórn þurfi að vera jafn, er ekki bara málið að velja hæfasta fólki í hverja stöðu. Núna verða þó fjórar konur í ríkisstjórn sem ég tel bara nokkuð gott ef maður lítur til hlutfalls kvenna á alþingi. Auðvitað vil ég jafna launamun kynjanna, en við konurnar erum bara öðruvísi en karlarnir og forgangsröðum öðruvísi en karlar, viljum flestar eyða tímanum okkar á annan hátt er karlar, ekki að það sé neitt betra eða verra.. við erum bara þannig gerðar. Við viljum flestar hugsa um börnin okkar og heimili, hafa það notalegt og eiga tíma fyrir okkur, og sumar okkar vilja láta karlinn hugsa um sig og skaffa pening enda er það það besta sem þeir gera (ef þetta eru almennilegir menn) af hverju þá ekki að leyfa þeim það, njóta þess að vera meira heima og gera eitthvað skemmtilegt. " dúlla okkur". Við verðum hvort sem er að passa stundaskrána fyrir allt heimilið og sjá um innkaupin og þrifin og jafnvel reikningana plús það að vera í einhverju framapoti.....ok fyrir þær sem vilja það en ég er sko búin að átta mig á því að ég er engin súperkona...... en neyðist samt til að vera smá míni superkona því ég þarf sko að sjá um þetta allt og vinna mína 100% vinnu , af því að ég á engann kall........ he he en ég skal sko njóta þess þegar hann birtist og flækist í netinu, greyið hann .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 01:18
Afmæli og ofát
Það er nú meira hvað allir sem maður þekkir þurfa að eiga afmæli á svipuðum tíma, ég geri varla annað en að mæta í afmælisveislur þessa dagana og éta yfir mig. Ég fór í tvær í gær (sunnudag) og hefði geta farið í þrjár en ákvað að sleppa einni, svona bara eiginlega vegna tímaskorts, maður þyrfti eiginlega að getað margfaldað sig. Sko önnur afmælisveislan var eins og fermingarveisla...sjötíu manns boðið og kræsingarnar úff púff.... ekkert smá flott en ég þessi líka litla húsmóðir myndi sko ekki nenna þessu!! En mikið gott og mikið étið. Svo næsta veisla bara fín svona nokkuð venjuleg og já svona í þeim takti sem að ég mundi nenna að hafa fyrir...... einfalt, ekki of mikið og barasta mjög gott......... og aftur mikið étið.... ég er nefnilega þeim eiginleikum gædd að ég kann mér ekki hóf og finnst alveg svakalega gott að borða. En það kemur alltaf niður á manni, eftir átveisluna leið mér eiginlega ekki nógu vel . Ég sem sef alltaf eins og steinn, átti eiginlega bara erfiða og svefnlausa nótt sökum flökurleika eftir allar kræsingarnar. Auðvitað kom ég ekki neinni hollustu niður þann daginn þvi mallinn var smekkfullur af sykri og rjóma og öðru gúmmúlaði, en svona er þetta þegar maður er ábyrgðarlaus gagnvart sjálfum sér og gleymir sér í gleðinni. En þá er bara að snúa við blaðinu, taka ábyrgð á heilsunni og fá sér hafragraut með hörfræjum í morgunmat og koma meltingunni í gott lag aftur...svo er það bara gras í nokkra daga til að bæta fyrir át fylleríið...... Talandi um að maður eigi ekki að flækja lífið sitt, þá finnst mér bara eiginlega mjög flókið og erftitt í framkvæmd að gera það einfalt........ hvissss bammm búmmm...... hvar er álfkonan með töfrasprotann
sem reddar öllu ?????????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 05:12
Hefur einhver hraðað tímanum ?!
núna er ég glaðvakandi í vinnunni um miðja nótt, lítið að gera núna og þá fer maður að hugsa..... ég hef tekið eftir því hvað tíminn virðist alltaf vera fljótari og fljótari að líða og þá sérstaklega þegar maður þarf að gera eitthvað fyrir ákveðinn tíma. Ég er að fara að flytja eftir akkúrat fjórar vikur og bara í gær voru sko sjö vikur þangað til, og ég sem ætlaði að vera rosalega dugleg að losa mig við drasl og flytja sem minnst af því í nýju íbúðina.... en ég virðist bara safna drasli. þetta er stórskrítið og svo bara gerist ekki neitt, ég er bara komin með lömunarveikina og bíð dag eftir dag, eftir því að ég verði dugleg og byrji að losa mig við draslið..en ætli það líði ekki aðrar þrjár vikur og ég ekki farin að gera neitt og bara vika þangað til íbúðin er í mínum höndum. Maður er náttúrulega ekki alveg í lagi og svo hamast ég bara við að taka aukavaktir og finna mér allt annað að gera enda ekki hægt að vera heima fyrir drasli og dóti......og verkefnum sem bíða. En svo má auðvitað líka reyna að kenna öðrum um.. það eru svona ca. tíu afmæli sem mér er boðið í og vortónleikar hjá kórnum og í tónlistarskólanum hjá barninu, vorhátíð í vinnunni og útskriftarboð í gamla menntaskólanum mínum... já þetta er auðvitað heilmikið og kanski ekki skrítið að maður fái smá lömunarveiki svona þegar maður er heima og reynir að sinna barninu og öllu hinu, ég verð víst að játa mig sigraða..ég er ekki superkonan
En það verður nú gaman að fara í 15 ára útskriftarboð í gamla skólanum á morgun og hitta alla kennara og samnemendur 15 árum eldri, ótrúlegt 15 árum eldri og mér finnst ég bara ennþá vera tvítug eða kanski 25..... talandi um að tíminn líði hratt, ég hef oft velt því fyrir mér hvort tíminn sé ekki farin í alvöru að líða hraðar og tími mannsins á jörðinni sé alltaf að styttast þrátt fyrir að líftími manna aukist.......spurning hvort almættið hafi ekki bara hraðað tímanum án þess að við höfum tekið eftir því!! held ég fari að snúa mér aftur að vinnunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 01:31
spennandi
Þar sem ég var á næturvakt og svaf fram eftir degi þá var það eiginlega það fyrsta sem ég varð vör við þegar ég vaknaði var að ríkisstjórnin væri búin að slíta samstarfinu og sjálfstæðisflokkurinn væri búinn að vera að tala við samfylkinguna á bak við tjöldin, þetta er ekki lengi að gerast og nú verður spennandi að fylgjast með hvað gerist næst í myndun nýrrar ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins og samfylkingarinnar, hverjir fá hvaða stóla og hvaða málefni verða efst á baugnum. Það var allavega nokkuð ljóst að frú Ingibjörg Sólrún átti erftitt með að halda aftur af glottinu í Kastljósinu í kvöld, hún er nú örugglega glöð með þetta frúin. En það verður spennandi að sjá hvernig hún stendur sig...þar sem hún er langt frá því að vera minn uppáhalds stjórnmálamaður er eins gott að hún sýni góða takta næstu fjögur árin. Það verða örugglega einhverjar breytingar og svo er bara að sjá hvort þær verði til hins betra eða til hins verra. Eitt veit ég allavega að hagur margra hefur batnað síðustu árin og vonandi eiga enn fleiri eftir að njóta betri kjara í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 02:36
Er eitthvað vit í mér?
jæja þá er maður bara komin í bloggið. Er þetta ekki bara spurning um að vera eins og allir hinir...bara að vera með ? eða er þetta kanski spurning um að hafa eitthvað að segja ? Ég veit það ekki !! en allavega þá langar mig að vera með og svo held ég að ég hafi stundum eitthvað að segja þó að það sé nú með misjafnlega miklu viti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)