Færsluflokkur: Bloggar
18.5.2007 | 01:31
spennandi
Þar sem ég var á næturvakt og svaf fram eftir degi þá var það eiginlega það fyrsta sem ég varð vör við þegar ég vaknaði var að ríkisstjórnin væri búin að slíta samstarfinu og sjálfstæðisflokkurinn væri búinn að vera að tala við samfylkinguna á bak við tjöldin, þetta er ekki lengi að gerast og nú verður spennandi að fylgjast með hvað gerist næst í myndun nýrrar ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins og samfylkingarinnar, hverjir fá hvaða stóla og hvaða málefni verða efst á baugnum. Það var allavega nokkuð ljóst að frú Ingibjörg Sólrún átti erftitt með að halda aftur af glottinu í Kastljósinu í kvöld, hún er nú örugglega glöð með þetta frúin. En það verður spennandi að sjá hvernig hún stendur sig...þar sem hún er langt frá því að vera minn uppáhalds stjórnmálamaður er eins gott að hún sýni góða takta næstu fjögur árin. Það verða örugglega einhverjar breytingar og svo er bara að sjá hvort þær verði til hins betra eða til hins verra. Eitt veit ég allavega að hagur margra hefur batnað síðustu árin og vonandi eiga enn fleiri eftir að njóta betri kjara í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 02:36
Er eitthvað vit í mér?
jæja þá er maður bara komin í bloggið. Er þetta ekki bara spurning um að vera eins og allir hinir...bara að vera með ? eða er þetta kanski spurning um að hafa eitthvað að segja ? Ég veit það ekki !! en allavega þá langar mig að vera með og svo held ég að ég hafi stundum eitthvað að segja þó að það sé nú með misjafnlega miklu viti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)