Ráðherrar og súperkonur

Ég verð að segja það að mér líst bara vel á nýju ríkisstjórnina og er bara nokkuð ánægð með ráðherraskipan,  kom mér nokkuð á óvart að Guðlaugur Þór hafi verið settur sem heilbrigðisráðherra en eftir smá umhugsun held ég að hann gæti átt eftir að standa sig vel og tel hann bara nokkuð hugaðan að setjast í þennan stól þar sem hans bíða mörg stór verkefni og vonandi á maður eftir að sjá hann gera góða hluti...... stattu þig Guðlaugur, ég hlakka til að fylgjast með !!

Ég er orðin frekar leið á þessu endalausa jafnréttis bulli um að fjöldi kvenna og karla í ríkisstjórn þurfi að vera jafn,  er ekki bara málið að velja hæfasta fólki í hverja stöðu.  Núna verða þó fjórar konur í ríkisstjórn sem ég tel bara nokkuð gott ef maður lítur til hlutfalls kvenna á alþingi.  Auðvitað vil ég jafna launamun kynjanna,  en við konurnar erum bara öðruvísi en karlarnir og forgangsröðum öðruvísi en karlar, viljum flestar eyða tímanum okkar á annan hátt er karlar, ekki að það sé neitt betra eða verra.. við erum bara þannig gerðar.  Við viljum flestar hugsa um börnin okkar og heimili, hafa það notalegt og eiga tíma fyrir okkur,  og sumar okkar vilja láta karlinn hugsa um sig og skaffa pening enda er það það besta sem þeir gera (ef þetta eru almennilegir menn) af hverju þá ekki að leyfa þeim það, njóta þess að vera meira heima og gera eitthvað skemmtilegt. " dúlla okkur".  Við verðum hvort sem er að passa stundaskrána fyrir allt heimilið og sjá um innkaupin og þrifin og jafnvel reikningana plús það að vera í einhverju framapoti.....ok fyrir þær sem vilja það  en ég er sko búin að átta mig á því að ég er engin súperkona...... en neyðist samt til að vera smá míni superkona því ég þarf sko að sjá um þetta allt og vinna mína 100% vinnu , af því að ég á engann kall........     he he en ég skal sko njóta þess þegar hann birtist og flækist í netinu, greyið hannGrin .


Bloggfærslur 23. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband