frábært framtak

Mér finnst þetta frábært framtak hjá hjúkrunarfræðingum, og gaman að sjá samstöðuna sem myndast hjá heilbrigðisstéttum í þessu máli, enda er þetta fólkið sem horfir á afleiðingarnar af öllum þessum slysum.

Ég held ég ætti að hlusta oftar á 7 ára dóttur mína sem er stöðugt að horfa á hraðamælinn þegar við erum að  keyra og skammar mig ef ég fer yfir löglegan hraða, og passar vel upp á það að  ég og aðrir sem setjast upp í bílinn séu með beltin spennt.  Það er gott að hafa einhvern til að minna sig á, en ég er að hugsa um að reyna að standa mig betur svo að lítla ábyrgðarfulla dóttir mín þurfi ekki að fylgjast með því að móðir hennar keyrir á löglegum hraða.Blush


mbl.is Góð þáttaka í fjöldagöngum gegn slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningar... brjálað að gera

jæja þá er ég loksins flutt og allt svona við það að komast á sinn stað,  þetta er ekkert smá mikil vinna og vesen sem fylgir flutningum... vá maður þetta ætlar engann endi að taka.  En það góða við flutningar er að maður hreinsar aðeins til,  það eru ekki fáar ferðirnar sem ég er búin að fara í sorpu með rusl í tonnavís, föt í massavís í rauða kross gáminn og svo eitt og annað í góða hirðirinn,  það er ekkert smá sem maður getur dundað sér við að safna í kringum sig,  ég held meira að segja að ef ég færi aftur yfir allt dótið og draslið sem eftir er að ég gæti fyllt nokkra svarta ruslapoka í viðbót, kanski ég geri það bara !!!!  Svo bíður mín annað spennandi verkefni, það er að koma baðherberginu í stand, spurning hvenær maður fær iðnaðarmennina til að koma..... það getur örugglega tekið margar vikur... en sjáum til, maður hefur nú einhver sambönd. 

Nú er Margrét hjá pabba sínum í ca tvær vikur og það verður unnið eins og geðsjúklingur á meðan, ég held ég eigi engan heilan frídag á meðan...úff.. en maður verður víst að eiga fyrir breytingunum á baðherberginu ekki satt !!  Svo fer ég líka í sumarfrí í næstum því fimm vikur og þá verður sko slappað af.  Allt hefur sinn tíma... að vinna hefur sinn tíma og að sofa hefur sinn tíma og það verður það sem ég eyði næstum tveimur vikum í  og svo hefur sumarfríið sinn  tíma..... ég hlakka til Cool


Bloggfærslur 27. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband