30.3.2008 | 00:07
Gjafmilt fermingarbarn
já það eru sko til börn sem láta sér annt um aðra og vilja gefa af sér, ég var að vinna í kvöld, ég er að vinna á barnaspítala Hringsins og þangað kom stúlka sem var að fermast í dag og vildi gefa okkur, starfsfólki og sjúklingum alla afgangana úr fermingarveislunni sinni.... fallega hugsað ekki satt, en það sem meira er að við fengum líka að vita að hún hafði ákveðið að gefa barnaspítalanum alla peningana sem hún fékk í fermingargjöf
alveg magnað, hún er alger engill !! það er svo gaman að heyra um svona börn, þar sem alltaf er talað um allt það neikvæða og að öll börn séu að fermast vegna peninganna og gjafanna......... fyrir utan það að kökurnar voru rosalega góðar
takk flotta fermingarhuldustelpa


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)