27.5.2007 | 18:38
Forvarnir eru í okkar höndum
Ég var að lesa leiðara morgunblaðsins og ég er bara mjög ánægð með þessa umræðu. Þetta er bara nákvæmlega það sem við vitum öll en margir hafa verið í algerri afneitun gangvart !! Í leiðaranum er fjallað um rannsókn sem byggist á forvörnum gegn vímuefnum, var rannsóknin gerðí nokkrum borgum í evrópu og kemur Reykjavík vel þar út, neysla vímuefna í 10.bekk hefur dregist saman um helming hér, á þeim tíma sem rannsóknin var framkvæmd, mjög jákvætt !! Þar er fjallað um hvað það er sem unglingar þarfnast og það er alveg ljóst að þau þarfnist meiri tíma og samveru með foreldrum sínum. Samfélagið okkar hefur snúist svolítið mikið um að vinna mikið og eiga nóg af öllu og nógu flott. Margir átta sig ekki á því að börnin okkar þarfnist frekar tíma með okkur heldur en allra þeirra hluta sem keyptir eru til þess að friða samviskuna..... það gleður þau mikið meir þegar manni dettur í hug að gera eitthvað skemmtilegt með þeim, þá fara þau ánægð og glöð að sofa. Ég hef tekið eftir því að þegar ég hef látið mikið eftir dóttur minn þá vill hún bara meira, en þegar við gerum eitthvað skemmtilegt saman er hún bara glöð og sjálfri sér nóg.
Af hverju leggjum við ekki af kröfunum um að eiga allt það flottasta og fínast, minnkum aðeins þann tíma sem fer í vinnunna og eyðum meiri tíma með börnunum okkar, því það eru jú þau sem eru framtíðin og því lengur sem við leikum við börnin okkar, gefum þeim tíma og setjum þeim skýr mörk því minni líkur eru á því að þau leiðist út í neyslu vímuefna. Munum að gleði barnanna okkar er okkar gleði ekki satt, lífshamingjan felst jú í því að fá að horfa á börnin sín vaxa og dafna á heilbrigðan hátt í kærleiksríku umhverfi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.