Roookrassgat

Vá það er hægara sagt en gert að koma þremur börnum út úr bíl og inn í hús í þessu roki.  Við mæðgurnar og tvær bróðurdætur mínar vorum að fara að sjá barnaleikritið Gott kvöld í þjóðleikhúsinu á áðan og vorum næstum því foknar !!!!!  Ég sat í bílnum og þurfti aðeins og spá í hvernig ég ætti að koma þeim öllum út úr bílnum án þess að nokkur myndi fjúka... nota bene.. þær eru allar frekar nettar og léttar.... en þetta tókst með nokkrum tilfæringum, að vísu fauk ein húfa og fannst undir bíl í nokkurri fjarlægð, en ekki munaði miklu að veðurhamurinn hrifsaði frá mér svona eins og eitt stykki stelpu.  Eins gott að maður er ekki í þessari stöðu á hverjum degi.  En leikritið var bara mjög skemmtilegt og bestu meðmælin eru að börnin sátu hugfangin allann tímann og kvörtuðu bara yfir því að leikritið væri of stutt.  Svo fengu börnin að skoða brúðurnar og var þakkað kærlega fyrir að koma í þessu líka leiðinda veðri..... Við segjum bara Takk fyrir okkur og takk fyrir boðið K.  Stórt knús hehehe

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jabbadabbadúúúú

hva blogg síðan bara langt síðan og maður bara veit ekki neitt, uss svuss og sveiii en hvað frábært framtak.

knús og koss

Iris

Iris Rut (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband