Gamla góða rútínan alltaf best

jæja þá erum við mæðgur komnar í rútínu hversdagsins eftir erfiða viku.  Já allri síðustu viku eyddum við í að gera litlu dömuna verkjalausa.... já ótrúlegt en satt.   Margrét fór í aðgerð á mánudaginn var og allt gekk bara nokkuð vel, allavega var læknirinn ánægður !!  Svo fórum við heim á þriðjudeginum og þá tóku við tveir skemmtilegir sólahringar eða þannig,  litla daman mín bara grét og kvartaði stanslaust um verki, það var eiginlega sama hvað ég gaf henni af verkjalyfjum(án þess þó að fara yfir strikið) og svo loksins eftir tvo sólahringa heima gafst ég upp.. það er alltaf pínu erfitt sérstaklega þar sem maður er nú hjúkka.  En við enduðum með því að fara aftur upp á spítala til þess að fá verkjastillingu og þar fékk daman að eyða öðrum tveimur sólahringjum.  En núna er hún komin heim og fór meira að segja í skólann í morgun og er bara orðin fín og nánast verkjalaus..... og þvílíkur léttirimage003og gaman að sjá hana glaða og káta. 

Þá er bara að komast í réttu rútinuna aftur......svona vesen verður alltaf til þess að allt fer úr skorðum, allavega hjá mér!!!    Ég dáist alveg að foreldrum langveikra barna að halda geðheilsunni því það tekur alveg ótrúlega á að eiga barn sem er veikt og líður ílla.  En daman mín er nú alveg ótrúlega dugleg og mikil hetja....ég held þetta hafi verið áttunda aðgerðin og Guð má vita hvað hún á eftir að fara í margar,  en núna er hún bara glöð og kát og ekkert að spá í það.  Svona eru börnin frábær, þau eru bara í núinu og njóta lífsins þegar þeim líður vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj skinnið

Hún er nátturulega hetja enda ekki langt að sækja það.

knús og koss til ykkar beggja

iris og co

Iris (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband