Sumarfrí sumarfrí

jæja nú fer loksins að koma að því að ég fái mitt langþráða sumarfrí, bara þrjár vaktir eftir og svo sumarfrí.  Ég er búin að vinna upp á dag núna í tvær vikur og stundum tvöfaldar vaktir, alveg búin að fá nóg af vinnunni í bili og finnst ég sko alveg eiga skilið gott sumarfrí.  Ég er sko að fara í algerlega blanko sumarfrí þar sem ekkert er planað, heldur ætla ég að reyna að taka spontant ákvarðanir og hafa þetta skemmtilegt sumarfrí,  ég þarf eiginlega að fá einhvern sjálfboðaliða til þess að klípa í mig ef ég fer að kvarta yfir leiðindum og minna mig á að ég ætlaði að hafa þetta skemmtilegt sumarfrí.  Það er nú svo sem von og vísa að það verði rigning og rok allt fríið mitt,  það hefur gerst a.m.k  tvisvar sinnum áður.. en þá verð ég bara að fara eitthvað þar sem er sól og hiti svo ég geti hætt að kvarta eða þurfi ekki að byrja að kvarta.  En núna ætla ég bara að setja upp bjartsýnisgleraugun og trúa því að það verði bæði gaman og gott veður í fríinu mínuCool.

En það vantar svo sem ekki verkefnin,  ég er náttúrulega ný flutt og á eftir að koma mér almennilega fyrir og svoleiðis, svo ætla ég að taka baðherbergið í gegn og dúlla mér í garðinum og það eru bara allskonar verkefni framundan sem mig hlakkar svo til að leysa.... og svo er auðvitað helsta verkefnið sem er að gera ekki neitt eða sem allra minnst og njóta þess í botn..................og svo segi ég bara á miðju sumri    GLEÐILEGT SUMAR  og reynum að njóta þess að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband