Hefur einhver hraðað tímanum ?!

núna er ég glaðvakandi í vinnunni um miðja nótt, lítið að gera núna og þá fer maður að hugsa..... ég hef tekið eftir því hvað tíminn virðist alltaf vera fljótari og fljótari að líða og þá sérstaklega þegar maður þarf að gera eitthvað fyrir ákveðinn tíma.  Ég er að fara að flytja eftir akkúrat fjórar vikur og bara í gær voru sko sjö vikur þangað til, og ég sem ætlaði að vera rosalega dugleg að losa mig við drasl og flytja sem minnst af því í nýju íbúðina.... en ég virðist bara safna drasli.  þetta er stórskrítið og svo bara gerist ekki neitt,  ég er bara komin með lömunarveikina og bíð dag eftir dag, eftir því að ég verði dugleg og byrji að losa mig við draslið..en ætli það líði ekki aðrar þrjár vikur og ég ekki farin að gera neitt og bara vika þangað til íbúðin er í mínum höndum.  Maður er náttúrulega ekki alveg í lagi og svo hamast ég bara við að taka aukavaktir og finna mér allt annað að gera enda ekki hægt að vera heima fyrir drasli og dóti......og verkefnum sem bíða.  En svo má auðvitað líka reyna að kenna öðrum um.. það eru svona ca. tíu afmæli sem mér er boðið í og vortónleikar hjá kórnum og í tónlistarskólanum hjá barninu, vorhátíð í vinnunni og útskriftarboð í gamla menntaskólanum mínum... já þetta er auðvitað heilmikið og kanski ekki skrítið að maður fái smá lömunarveiki svona þegar maður er heima og reynir að sinna barninu og öllu hinu, ég verð víst að játa mig sigraða..ég er ekki superkonan

En það verður nú gaman að fara í 15 ára útskriftarboð í gamla skólanum á morgun og hitta alla kennara og samnemendur 15 árum eldri, ótrúlegt 15 árum eldri og mér finnst ég bara ennþá vera tvítug eða kanski 25..... talandi um að tíminn líði hratt,  ég hef oft velt því fyrir mér hvort tíminn sé ekki farin í alvöru að líða hraðar og tími mannsins á jörðinni sé alltaf að styttast þrátt fyrir að líftími manna aukist.......spurning hvort almættið hafi ekki bara hraðað tímanum án þess að við höfum tekið eftir því!!  held ég fari að snúa mér aftur að vinnunni FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband