27.1.2008 | 15:53
Roookrassgat
Vá það er hægara sagt en gert að koma þremur börnum út úr bíl og inn í hús í þessu roki. Við mæðgurnar og tvær bróðurdætur mínar vorum að fara að sjá barnaleikritið Gott kvöld í þjóðleikhúsinu á áðan og vorum næstum því foknar !!!!! Ég sat í bílnum og þurfti aðeins og spá í hvernig ég ætti að koma þeim öllum út úr bílnum án þess að nokkur myndi fjúka... nota bene.. þær eru allar frekar nettar og léttar.... en þetta tókst með nokkrum tilfæringum, að vísu fauk ein húfa og fannst undir bíl í nokkurri fjarlægð, en ekki munaði miklu að veðurhamurinn hrifsaði frá mér svona eins og eitt stykki stelpu. Eins gott að maður er ekki í þessari stöðu á hverjum degi. En leikritið var bara mjög skemmtilegt og bestu meðmælin eru að börnin sátu hugfangin allann tímann og kvörtuðu bara yfir því að leikritið væri of stutt. Svo fengu börnin að skoða brúðurnar og var þakkað kærlega fyrir að koma í þessu líka leiðinda veðri..... Við segjum bara Takk fyrir okkur og takk fyrir boðið K. Stórt knús hehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2008 | 18:09
jæja á maður að halda þessu áfram eða hvað??
jæja nú fer að vera spurning hvort maður eigi að halda þessu bloggi út eða bara sleppa þessu !!! ég held nú samt að ég geri aðra tilraun til að reyna að hafa eitthvað að segja eða þarf maður að hafa eitthvað að segja........mér sýnist ekki svona þegar ég les öll hin bloggin.
ég fékk senda vísu í dag.......höfundur óþekktur, en ég læt hana flakka svona í tilefni atburða síðustu daga
BorgarblúsDagur er liðinn og dæmalaus sorg,
depurð og leiði í hnípinni borg.
Ólafur Frjálslyndur (óháður þó)
öllu brátt ræður í fjúki og snjó.
Björn Ingi snarar sér Boss-jakkann í,
blessaður engillinn kominn í frí.
Svandís er forviða, heldur um haus,
hennar er stóllinn þó alls ekki laus.
Vilhjámur Þ., sá er stóð upp úr stól
og stakk af til Kanarí rétt fyrir jól,
kemur til baka með börnin sín smá
og borgmester verður að ári hér frá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)